• mán. 09. apr. 2018
  • Mótamál

Valur og Grindavík mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í dag

Valur og Grindavík mætast í dag í úrslitaleik Lengjubikars karla, en leikið er á Eimskipsvellinum í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 19:30. 

Í undanúrslitunum vann Grindavík 1-0 sigur gegn KA í Boganum, en Valur sló út Stjörnuna með 3-1 sigri. Þess má geta að bæði lið eru enn ósigruð í Lengjubikarnum. Valsmenn hafa unnið alla sína leiki á meðan Grindavík gerði eitt jafntefli í riðlakeppninni, en hefur unnið alla aðra leiki.

Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari er Pétur Guðmundsson.