• mið. 02. maí 2018
  • Mótamál

Inkasso deild karla og kvenna til næstu þriggja ára

Inkasso og KSÍ hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til þriggja ára vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Samkomulagið gildir til ársloka 2020 og felur í sér að Inkasso-deildirnar verða tvær, kvenna og karla.

Þetta er ánægjulegur samningur fyrir alla aðila og er markmið Inkasso að standa vörð um kynjajafnrétti, að auka velferð knattspyrnunnar í Inkasso-deildinni og hvetja stuðningsmenn að mæta á völlinn. Svona samstarf er nauðsynlegt til að hjálpa félögunum að bæta sýnileika sinna liða og gerir mótið meira spennandi.

Inkasso og KSÍ horfa til framtíðar og óska öllum liðum Inkasso-deildarinnar góðrar baráttu á keppnistímabilinu sem nú er að hefjast.