• fim. 06. sep. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Rekstrarstjórnar Laugardalsvallar - 6. september 2018

Fundur Rekstrarstjórnar Laugardalsvallar 6. september 2018 kl. 11:30 á skrifstofu KSÍ

Mættir: Borghildur Sigurðardóttir (KSÍ),  Ingvar Sverrisson (ÍBR), Ómar Einarsson (ÍTR) og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Forföll: Guðni Bergsson formaður KSÍ

Fundargerð ritaði: Klara Bjartmarz

Eftirfarandi var rætt:

  1. Rætt var um dagskrá Laugardalsvallar í sumar/haust en ekki hafa bæst við neinir nýir dagskrárliðir.  Rætt var um mögulega tónleika í ágúst 2019. 

  2. Rætt var um tónleika sem fram fóru á Laugardalsvelli 24. júlí síðastliðinn en því miður hafa tónleikahaldarar ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Björgunarsveitunum sem sáu um öryggisgæslu á tónleikunum. • Drög að fjárhagslegu uppgjöri tónleikanna liggur fyrir, en þó er ennþá von á að við bætist í kostnaðarhliðina.  Þá þarf að innheimta hjá tónleikahöldurum kostnað vegna viðgerða á hlaupabrautum og viðgerð á vegg umhverfis vallarsvæði. • Lagt var fram til kynningar minnisblað um framkvæmd tónleikanna (endurmat).  

  3. Rætt var framkvæmdir á Laugardalsvelli, en ekkert hefur bæst þar við síðan á síðasta fundi.    

  4. Rætt var um framtíð Laugardalsvallar, en vonir standa til þess Reykjavíkurborg skipi fulltrúa í undirbúningsfélag fljótlega.  

  5. Næsti fundur er:
    • 4. fundur;  Febrúar 2019 (með endurskoðendum) 

  6. Önnur mál:
    • Rætt var um nýtt miðasölukerfi á Laugardalsvelli.
    • Rætt var um aðsókn á leiki.

Fleira var ekki rætt

Fundi slitið kl. 12:00