• fös. 05. okt. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Unglinganefndar karla - 5. október 2018

Fundur í unglinganefnd karla 5. október 2018, kl. 15:00 á skrifstofa KSÍ.

Mættir: Jóhann Torfason, formaður, nefndarmennirnir; Pétur Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Örn Jónsson, Jónas Gestur Jónasson og Marteinn Ægisson. Þjálfararnir Þorvaldur Örlygsson og Davíð Snorri Jónsson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ og Gunnar Gylfason starfsmaður nefndarinnar.

Fundargerð ritaði: Gunnar Gylfason

  1. Formaður bað þjálfarana um að gera grein fyrir starfinu undanfarna mánuði og því sem væri á döfinni.
    • Árgangur 2002. 14 æfingar frá ármótum, 7 leikir, 6 sigrar og eitt jafntefli.  Ánægja með leikmenn og starfslið og verið að þróa og breyta umhverfi liðsins og aðeins jákvæð viðbrögð við þeim breytingum.  Liðið heldur svo út á sunnudag til Bosníu þar sem liðið tekur þátt í undankeppni evrópumótsins (andstæðingar verða Bosnía, Úkraína og Gíbraltar)
    • Árgangur 2003. Vetrarstarfið að byrja með stórri æfingahelgi, 4 lið.
    • Árgangur 2000. Hefur verið unnið með þá síðan í vetur og undirbúningnum fyrir EM. Vináttuleikir í Albaniu í byrjun september, jafntefli og sigur.  Ferðin gekk ljómandi vel og þjálfarnir fengu mikið útúr ferðinni.  Undirbúningur fyrir evrópumótsins er í fullum gangi en leikið verður í Tyrklandi í nóvember.(andstæðingar Tyrkland, England og Moldóva.d)
    • Árgangur 2001. Spiluðu tvo vináttuleik í Lettlandi í júlí, jafntefli og sigur.  Margir fundir og mikið áreiti á leikmennina
      sem svöruðu því vel, ferðin nýtt vel til undirbúnings fyrir framtíðarverkefni.

  2. Rætt var um tilhögun ferðalaga liðanna, mikilvægi þess að koma tímanlega á leikstað og að leikmenn hafi tíma til að jafna sig fyrir fyrsta leik. Gunnar, Jóhann, Davíð og Þorvaldur hafa unnið saman að því að finna góðar lausnir. 

  3. Rætt um miklvægi þess að hafa stærri leikmannahópa í ferðum.  Í UEFA keppnum er búið að fjölga skiptingum uppí 5 í leik og lítið þarf að koma uppá til að e.t.v. séu ekki nægilega margir leikmenn tiltækir til að nýta allar skiptingar í leik.  Stjórnarmönnum falið að óska eftir því við stjórn að fara framvegis með 20 manna leikmannahóp í verkefni.

  4. Tekist hefur að fá lækna í allar ferðir ársins og þjálfarar eru ánægðir með þá sem fengist hafa í verkefnin, mikilvægt að halda þeim innan raða KSÍ. 

  5. Fittness þjálfari verður með æfingar fyrir leikmenn U19 karla í október.  Rætt um óskir/þarfir fyrir fitness þjálfara hjá yngri landsliðum.

  6. Liðstjóri sem kennari. Hefur gefist vel þar sem það hefur verið reynt, eitthvað sem klárlega er kostur og ætti að hafa í huga í framtíðinni.

Fleira ekki rætt.