• þri. 16. okt. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mannvirkjanefndar - 16. október 2018

Fundur Mannvirkjanefndar 16. október 2018 kl. 12:15 á skrifstofu KSÍ

Mættir: Ingi Sigurðsson, Bjarni Þór Hannesson, Jón Runólfsson, Kristján Ásgeirsson og Jóhann G. Kristinsson.
Fjarverandi:  Magnús Gylfason, Margrét Leifsdóttir og Þorbergur Karlsson

Fundargerð ritaði: Jóhann G. Kristinsson

Eftirfarandi var rætt:

  1. Endurskoðun reglugerðar fyrir mannvirkjasjóð rædd og yfirfarin tillaga að „Skorkorti“ sem Bjarni útbjó til að auðvelda mat á þeim umsóknum sem sjóðnum berast.  Fundarmenn sammála um að þetta kerfi skili meira gegnsæi og eigi eftir að auðvelda mat á innsendum umsóknum í sjóðinn.  Ingi mun svo kynna stjórn KSÍ hugmyndir nefndarinnar á næsta stjórnarfundi.  Ingi mun einnig senda nefndarmönnum tillögu að endurskoðun á texta reglugerðarinnar í samræmi við umræður sl. funda.

Annað var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30