• þri. 19. feb. 2019
  • Fræðsla
  • Markaðsmál

Vinnufundir um markaðsmál og framkvæmd leikja

Dagana 7. og 8. mars fara fram vinnufundir um markaðsmál og framkvæmd leikja í Pepsi-deildum og Inkasso-deildum.  Kynningar eru af ýmsum toga.  Fjallað verður um Handbók leikja 2019, félög deila sinni reynslu af umgjörð heimaleikja og annarra verkefna, kynntar verða helstu niðurstöðu markaðsrannsóknar um aðsókn og umgjörð leikja, og fleira fróðlegt.

7. mars kl. 13:00-15:00 - Markaðsmál og framkvæmd leikja (Inkasso-deildir)

Boð:  Inkasso-deildir karla og kvenna.  Smellið hér til að skrá þátttöku.

Kynningar:  KSÍ, Zenter, Inkasso, Fjölnir.

  • Hefðbundin yfirferð um allt og ýmislegt úr Handbók leikja (framkvæmd leikja) fyrir Inkasso deildina 2019.
  • Markaðs- og kynningarmál sumarsins.  Inkasso kynnir.
  • Umgjörð heimaleikja og annarra verkefna.  Arnór Ásgeirsson, Geir Kristinsson og Guðmundur L. Gunnarsson frá Fjölni kynna.
  • Niðurstöður markaðsrannsóknar um aðsókn og umgjörð leikja.  Zenter og KSÍ kynna.

8. mars kl. 13:00-15:00 - Markaðsmál og framkvæmd leikja (Pepsi-deildir)

Boð:  Pepsi-deildir karla og kvenna.  Smellið hér til að skrá þátttöku.

 Kynningar:  KSÍ, Zenter, Ölgerðin, FH, Stöð 2 sport.

  • Hefðbundin yfirferð um allt og ýmislegt úr Handbók leikja (framkvæmd leikja) fyrir Pepsi-deildina 2019.
  • Markaðs- og kynningarmál sumarsins.  Ölgerðin kynnir.
  • Umgjörð heimaleikja og annarra verkefna.  Birgir Jóhannsson og Axel Guðmundsson frá FH kynna.
  • Umgjörð og umfang sjónvarpsútsendinga.  Stöð 2 sport kynnir.
  • Niðurstöður markaðsrannsóknar um aðsókn og umgjörð Pepsi-deildar.  Zenter og KSÍ kynna.
Mynd með frétt:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.