• mán. 01. apr. 2019
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Mjólkurbikarinn hefst 10. apríl

Mjólkurbikar karla hefst 10. apríl næstkomandi með viðureign Kára og Hamars í Akraneshöllinni, en alls verða leiknir tæplega 50 leikir í fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars karla áður en dregið verður í 32-liða úrslit þann 23. apríl.

Mjólkurbikar kvenna hefst 3. maí, sama dag og dregið verður í 16-liða úrslitin karlamegin, og að loknum fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars kvenna verður dregið í 16-liða úrslit þann 17. maí.

Úrslitaleikirnir fara að venju fram á Laugardalsvelli – úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna þann 17. ágúst og úrslitaleikur Mjólkurbikars karla þann 14. september.

Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar kvenna