• þri. 07. maí 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

7.474 áhorfendur á leikjum 2. umferðar

2. umferð Pepsi Max deildar karla lauk á mánudagskvöld með viðureign Víkings R. og FH á Eimskipsvellinum í Laugardal.  Áhorfendur á þeim leik voru 1.280, en best sótti leikurinn í umferðinni var viðureign Fylkis og ÍA á Würth-vellinum í Árbænum, þar sem 1.670 mættu og fylgdust með hörkuleik milli Fylkis og ÍA.  Heildaráhorfendafjöldi á leikjum 2. umferðar var 7.474, eða 1.246 að meðaltali á leik.  

16 mörk voru skoruð í leikjunum 6 og lauk fjórum þeirra með jafntefli.  Ekkert lið er með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina og 5 lið eru með 4 stig.  Eyjamenn eru einir án stiga og án marks.

Pepsi Max deild karla

Mynd:  Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð