• fim. 09. maí 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

210 áhorfendur að meðaltali í Pepsi Max deild kvenna

Tvær umferðir hafa verið leiknar í Pepsi Max deild kvenna það sem af er sumri.  Breiðablik, Stjarnan og Valur hafa farið vel af stað og eru með fullt hús stiga - fjögur lið hafa unnið einn leik og tapað einum, en Keflavík, KR og Selfoss eru án stiga enn sem komið er.  Heildarfjöldi áhorfenda í þessum fyrstu tveimur umferðum er 2.095 manns, eða 210 áhorfendur að meðaltali í hverjum leik. Flestir áhorfendur voru á leik Stjörnunnar og Selfoss í 1. umferð, eða 335. Leikir Pepsi Max deildar kvenna hafa verið jafnir og spennandi og mjótt á mununum í flestum þeirra sem þegar hafa verið leiknir, þannig að útlit er fyrir spennandi og jafna baráttu á toppi jafnt sem botni.

Mynd:  Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð