• mán. 22. júl. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur og Stjarnan leika í Evrópudeildinni á fimmtudag

Valur og Stjarnan verða í eldlínunni í Evrópudeildinni á fimmtudag þegar liðin leika fyrri viðureignir sínar í 2. umferð undankeppninnar. 

Valur lék í forkeppni Meistaradeildar UEFA gegn Maribor frá Slóveníu.  Þar höfðu slóvensku meistararnir betur, sem þýddi þó að Valsmenn, sem landsmeistarar á Íslandi, færðust yfir í Evrópudeildina.  Mótherjar Vals verða liðsmenn Ludogorets frá Búlgaríu og fer fyrri leikur liðanna fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda á fimmtudag kl. 19:00, og seinni leikurinn í Razgrad í Búlgaríu þann 1. ágúst.

Stjarnan, sem sló Levadia Tallinn frá Eistlandi út á dramatískan hátt, mætir spænska liðinu Espanyol í næstu umferð.  Fyrri leikur Stjörnunnar og Espanyol verður í Barcelona á fimmtudag, en seinni leikurinn á Samsung-vellinum í Garðabæ þann 1. ágúst.