• fös. 15. des. 2023
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Tap í lokaleik Breiðabliks

Breiðablik tapaði lokaleik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudagskvöld.  Blikar mættu úkraínska liðinu Zorya Luhansk og höfðu Úkraínumennirnir betur með fjórum mörkum gegn engu.  Zorya leiddi með þremur mörkum í hálfleik og innsiglaði sigurðinn með því fjórða í síðari hálfleik.

Breiðablik lýkur því keppni í Sambandsdeildinni þetta árið án stiga, í þessari frumraun íslensks félagsliðs í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða. Maccabi Tel Aviv hafnaði í efsta sæti riðilsins með 15 stig og Gent í 2. sæti með 13 stig.  Þá kemur Zorya með 7 stig og Breiðablik loks neðst.

Sambandsdeildin á vef UEFA