• fös. 01. des. 2023
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Naumt tap á Kópavogsvelli

Breiðablik tapaði naumlega gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael þegar liðin mættust í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag.  Eins og kunnugt er fór leikurinn fram á Kópavogsvelli samkvæmt ákvörðun UEFA um að ekki yrði leikið á Laugardalsvelli vegna vallaraðstæðna og vegna birtuskilyrða var ákveðið að leikurinn færi fram kl. 13:00.

Jafnræði var með liðunum allan tímann og Blikar hefði hæglega getað fengið stig úr leiknum.  Fyrsta mark leiksins var ísraelskt og kom á 35. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.  Gísli Eyjólfsson jafnaði metin fyrir heimamenn um miðbik seinni hálfleiks en gestirnir skoruðu sigurmark á 82. mínútu og þar við sat.

Breiðablik er enn án stiga eftir fimm umferðir.  Lokaumferð riðilsins verður leikin 14. desember og þá mætir Breiðablik úkraínska liðinu Zorya Luhansk.

Sambandsdeildin á vef UEFA