• fös. 02. ágú. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur og Stjarnan úr leik í Evrópudeildinni

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur og Stjarnan léku seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag og duttu þau bæði úr leik.

Valsmenn fóru til Búlgaríu og léku þar við Ludogorets. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli á Origo vellinum. Ludogorets vann síðan seinni leikinn á fimmtudag, 4-0.

Stjarnan tók á móti Espanyol á Samsung vellinum. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-0 sigri Spánverjanna og unnu þeir einnig seinni leikinn, 1-3. Það var Baldur Sigurðsson sem skoraði mark Stjörnunnar.