• þri. 06. ágú. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik hefur leik í undankeppni Meistaradeildar kvenna á miðvikudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik hefur leik í undankeppni Meistaradeildar kvenna á miðvikudag þegar liðið mætir Asa Tel-Aviv frá Ísrael. ZFK Dragon 2014 og SFK 2000 Sarajevo eru einnig í riðlinum, en leikið er í Bosníu og Hersegóvínu.

Leikurinn á miðvikudag hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma og fer fram á Kosevo City Stadium.

Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á vef UEFA:

Vefur UEFA

Breiðablik mætir síðan ZFK Dragon 2014 á laugardag og SFK 2000 Sarajevo á þriðjudag eftir viku.