• mán. 12. ágú. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir SFK 2000 Sarajevo á þriðjudag í undankeppni Meistaradeildar Evrópu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir SFK 2000 Sarajevo á þriðjudag í undankeppni Meistaradeilar Evrópu. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Breiðablik vann Asa Tel Aviv 4-1 og ZFK Dragon 2014 11-0 á meðan SFK 2000 Sarajevo vann ZFK Dragon 2014 5-0 og Asa Tel Aviv 1-0.

Leikurinn á þriðjudag hefst kl. 15:00 og verður hægt að fylgjast með textalýsingu á vef UEFA.

Vefur UEFA