• mán. 16. des. 2019
  • Stjórn
  • Fræðsla
  • Mótamál

Tæplega 60 fulltrúar félaga sátu árlegan fund

Laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga.  Meðal umræðuefnis á fundinum voru mótamál, fjármál félaga, starfshópur um endurskoðun á kvennaknattspyrnu og reglugerðarbreytingar.  Fundurinn var vel sóttur að venju og voru mættir tæplega 60 fulltrúar frá félögum víðs vegar af landinu.  Smellið hér að neðan til að skoða kynningar frá fundinum.

Mótamál - Birkir Sveinsson, sviðsstjóri innanlandssviðs KSÍ

Fjármál félaga - Jóhann Már Helgason (smellið hér til að skoða skýrslu Jóhanns Más um fjárhagsstöðu félaga)

Heildarskoðun á kvennaknattspyrnu - Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.