• fös. 09. okt. 2020
  • Landslið
  • U21 karla
  • COVID-19

Leik U21 karla gegn Ítalíu frestað vegna Covid-smits í ítalska hópnum

Fyrirhuguðum leik U21 karlalandsliða Íslands og Ítalíu í undankeppni EM, sem fara átti fram á Víkingsvelli í dag, föstudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-smits í ítalska hópnum. Smitin greindust við sýnatöku á landamærunum og ákvörðun um frestun kemur til vegna niðurstöðu smitrakningateymis.

Allt ítalska liðið er á leið í sóttkví og málið er í höndum íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) skoðar nú framhaldið og upplýsir ítalska knattspyrnusambandið og KSÍ eins og við á. Nánari upplýsingar verða birtar um leið og þær berast.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net