• þri. 26. jan. 2021
  • Dómaramál

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 2. febrúar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 2. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ 3. hæð og hefst það kl. 17:00.

Frosti Viðar Gunnarsson fyrrverandi FIFA aðstoðardómari mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Þetta er ellefta árið í röð sem þetta námskeið er haldið og hvetjum við þá sem ekki hafa mætt til þessa að láta sjá sig.

Námskeiðið er ætlað öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi.

Ókeypis aðgangur er á námskeiðið, sem stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Vegna samkomutakmarkana er fjöldi þátttakenda á námskeiðinu þó takmarkaður við 20 (að kennara meðtöldum). Grímuskylda er við komu og brottför, en ekki á námskeiðinu sjálfu þar sem hægt er að tryggja viðeigandi fjarlægðarmörk.