• mán. 28. jún. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

UEFA afnemur reglu um mörk á útivelli

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur ákveðið að afnema regluna um mörk á útivöllum í Evrópukeppnum félagsliða frá og með keppnistímabilinu 2021/2022.  Breytingin tekur gildi strax í forkeppni Evrópumótanna í ár og hefur þannig áhrif á þau íslensku félagslið sem leika í mótum UEFA.  Í karlaflokki leika Valur (Champions League), Breiðablik, Stjarnan og FH (Conference League) í Evrópukeppnum og í kvennaflokki Breiðablik og Valur (Champions League). 

Frétt UEFA um ákvörðunina