• mið. 22. des. 2021
  • Mótamál
  • Leyfiskerfi

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2021

Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í efstu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (clubs youth development).

Þetta hefur verið hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild UEFA (Champions League). Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild karla. Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í Pepsi Max-deild karla.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 60 milljónir króna til viðbótar til barna-og unglingastarfs sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda. Samþykkt stjórnar KSÍ byggir á samráði við aðildarfélögin og almennri sátt um skiptingu fjármunanna.

Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) skulu sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína og skal það gert fyrir 10. janúar 2022.
Samtals er því framlag til eflingar barna- og unglingastarfs fyrir árið 2021 áætlað um 146 milljónir króna.

Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur frá UEFA vegna Meistaradeildarinnar 2020/2021 og frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ. Styrkurinn UEFA kemur til greiðslu um leið og hann berst. Styrkur KSÍ verður færður á viðskiptareikning aðildarfélaga KSÍ.

Pepsi Max deild karla (framlag UEFA)

Upphæð*

Breiðablik

7.286.499

FH

7.286.499

Fylkir

7.286.499

HK

7.286.499

ÍA

7.286.499

KA

7.286.499

Keflavík

7.286.499

Leiknir R

7.286.499

KR

7.286.499

Stjarnan

7.286.499

Valur

7.286.499

Víkingur R

7.286.499

*með fyrirvara um gengi þegar greiðsla berst frá UEFA

 

 

 

Pepsi Max deild kvenna og 1. deild karla og kvenna

Upphæð

Afturelding

2.400.000

Fjölnir

2.400.000

Fram

2.400.000

Grindavík

2.400.000

Grótta

2.400.000

ÍBV

2.400.000

Selfoss

2.400.000

Vestri

2.400.000

Víkingur Ó

2.400.000

Þór

2.400.000

Þróttur R

2.400.000

Tindastóll

2.400.000

Haukar

2.400.000

 

 

2.deild karla

Upphæð

ÍR

1.500.000

KF

1.500.000

Leiknir F

1.500.000

Magni

1.500.000

Njarðvík

1.500.000

Reynir S

1.500.000

Völsungur

1.500.000

Þróttur V

1.500.000

 

 

Félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna

Upphæð

Dalvík/Reynir

1.000.000

Einherji

1.000.000

Sindri

1.000.000

Víðir

1.000.000

Ægir

1.000.000

Álftanes

1.000.000

Hamar

1.000.000

Höttur/Huginn

1.000.000

KFR

1.000.000

Skallagrímur

1.000.000

 

 

Sameiginleg lið í meistaraflokki með barna og unglingastarf

Upphæð

Austri

600.000

Valur Rfj

600.000

Þróttur N

600.000

Hvöt

600.000

Kormákur

600.000