• þri. 05. maí 2020
  • Mótamál
  • COVID-19
  • Leyfiskerfi

Farið yfir ýmis mál tengd Covid-19

Á fundi stjórnar KSÍ 30. apríl síðastliðinn var farið yfir ýmis mál tengd Covid-19. 

  • Guðni Bergsson formaður KSÍ fór yfir aðgerðir stjórnvalda og þau úrræði sem standa aðildarfélögum mögulega til boða.
  • Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar greindi frá fundi nefndarinnar 29. apríl þar sem m.a. var fjallað um erindi ÍTF sem lagt var fyrir síðasta stjórnarfund.
  • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fór yfir UEFA og FIFA styrki og hvernig þeim fjármunum hefur verið ráðstafað til næstu ára.
  • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar greindi frá vinnu við niðurröðun móta. Fjölmargir fundir hjá starfshópum mótanefndar hafa farið fram síðustu daga og verða áfram á næstunni.  Enn eru nokkrar áskoranir við niðurröðun en stefnt að því að birta öll mót fljótlega.
  • Verið er að vinna pakka með tilmælum og leiðbeiningum til félaga varðandi þau atriði sem þarf að taka tillit til við framkvæmd leikja í meistaraflokki vegna Covid-19.

Fundargerð stjórnar

Allar fréttir og greinar sem KSÍ hefur birt varðandi Covid-19 eru aðgengilegar á sama stað í gegnum hnapp sem er efst á ksi.is - "Knattspyrnuhreyfingin og Covid-19".

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.