• fös. 11. feb. 2022
  • Mótamál

Drög að niðurröðun 2. deildar kvenna

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 2. deildar kvenna keppnistímabilið 2022.

2. deild kvenna hefst með leik KÁ og Fram 18. maí, en aðrir leikir fyrstu umferðar verða leiknir 20. og 21. maí.

2. deild kvenna

Keppni í 2. deild kvenna er leikinn í tveimur hlutum.

Fyrri hluti

Í fyrri hluta mótsins er leikin einföld umferð, samtals 12 leikir á hvert félag.

Seinni hluti mótsins

Í seinni hluta mótsins taka þátt félögin sem enduðu í 6 efstu sætum í fyrri hluta mótsins og taka félögin með sér stigin úr fyrri hluta mótsins.

Leikin er einföld umferð og þar mætast liðin með eftirfarandi hætti:

1. umferð 2. - 4.
1. umferð 3. - 5.
1. umferð 1. - 6.

2. umferð 6. - 2.
2. umferð 3. - 1.
2. umferð 5. - 4.

3. umferð 1. - 5.
3. umferð 2. - 3.
3. umferð 4. - 6.

4. umferð 4. - 1.
4. umferð 2. - 5.
4. umferð 6. - 3.

5. umferð 1. - 2.
5. umferð 3. - 4.
5. umferð 5. - 6.

Tvö ný félög taka þátt í deildakeppninni tímabilið 2022, en þau eru:

ÍH, Hafnarfirði.

KÁ, Hafnarfirði

Hamrarnir og KM tilkynna ekki þátttöku.

33 lið eru skráð til leiks í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna og er það sami fjöldi og árið 2021.