• mið. 23. mar. 2022
 • Leyfiskerfi
 • Besta deildin
 • Lengjudeildin

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2022 fór fram í gær þriðjudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt. Sextán þátttökuleyfi voru gefin út á fundi ráðsins fyrir viku síðan.  Þar með hafa öll 34 félögin í Bestu deildum karla og kvenna og í Lengjudeild karla fengið útgefin þátttökuleyfi.

Samþykktar leyfisumsóknir á fundi leyfisráðs 22. mars:

Besta deild karla:

 • FH
 • ÍBV
 • Keflavík
 • Leiknir R.

Besta deild kvenna:

 • Afturelding
 • ÍBV
 • Keflavík
 • KR
 • Stjarnan
 • Þór/KA
 • Þróttur R.

Lengjudeild karla:

 • Fjölnir
 • Grótta
 • HK
 • Kórdrengir
 • KV
 • Þór
 • Vestri

*Fyrirvari á leyfisveitingu vegna vallarleyfis:

Umsókn félaga um þátttökuleyfi 2022 er samþykkt af leyfisráði með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á tillögum mannvirkjanefndar um vallarleyfi fyrir keppnistímabilið 2022.