• fös. 14. apr. 2023
  • Landslið
  • U16 karla

U16 karla - Sigur í fyrsta leik gegn Armeníu

U16 lið karla vann 5-2 sigur gegn Armeníu í fyrsta leik sínum í UEFA Development Tournament sem fram fer á Möltu þessa dagana. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 eftir að Thomas Ari Arnarsson kom Íslandi yfir með marki á 21. mínútu.

Á mótinu eru reglurnar þannig að ef leik lýkur með jafntefli er farið beint í vítaspyrnukeppni. Bæði lið fá eitt stig fyrir jafnteflið og það lið sem vinnur sigur í vítaspyrnukeppninni fær eitt stig til viðbótar og því samtals tvö stig.

Ísland skoraði úr fjórum spyrnum en Armenía aðeins úr einni. 

Mörk Íslands í vítakeppninni skoruðu þeir Haraldur Ágúst Brynjarsson, Freysteinn Ingi Guðnason, Þorri Heiðar Bergmann og Jónatan Guðni Arnarsson.

Næsti leikur liðsins er á laugardagsmorgun klukkan 09:00 gegn Eistlandi.

U16 karla