• þri. 06. jún. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2024

Uppselt á Ísland - Portúgal

Uppselt er á leik Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní. Miðasala hófst í dag, þriðjudag, klukkan 12:00.

Laugardalsvöllur tekur 9.700 manns í sæti og má því búast við miklum stuðningi þegar Portúgal kemur í heimsókn.

Þann 17. júní tekur Ísland á móti Slóvakíu og enn eru lausir miðar á þann leik. Miðasala á leikinn gegn Slóvakíu er í fullum gangi á tix.is.

Åge Hareide kynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp sem mun spila þessa tvo leiki. Hópinn má sjá hér.

Kaupa miða á Ísland-Slóvakía.