• fös. 04. ágú. 2023
  • Mótamál

KA áfram í Sambandsdeildinni

KA er komið í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Dundalk á Írlandi á fimmtudag og fer því samanlagt áfram, 5-3.

Mörk KA skoruðu Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

KA mætir Club Brugge í 3. umferðinni og fara leikirnir fram 10. ágúst ytra og 17. ágúst heima.