• sun. 10. sep. 2023
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur áfram í Meistaradeildinni

Valur vann 2-1 sigur gegn Vllaznia frá Albaníu í Meistaradeild kvenna á laugardag. Með sigrinum tryggði Valur sig áfram í aðra umferð keppninnar.

Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Val yfir með marki á 23. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Val í 2-0 á 81. mínútu. Vllaznia klóraði í bakkann með marki í uppbótartíma en nær komust þær ekki.

Stjarnan vann sigur gegn Sturm Graz frá Austurríki eftir vítaspyrnukeppni. Bæði lið eru dottin út úr keppninni.

Dregið á föstudag

Í 2. umferð þarf að vinna eitt einvígi þar sem spilað verður heima og að heiman. Dregið verður í 2. umferð föstudaginn 15. september. Leikirnir í 2. umferð fara fram 10. eða 11. október og 18. eða 19. október.

Hér fyrir neðan má sjá liðin sem Valur getur mætt í 2. umferð.

SK Slavia Praha - Tékkland
FC Rosengård - Svíþjóð
SKN St. Pölten Frauen - Austurríki
Glasgow City FC - Skotland
SL Benfica - Portúgal
FC Zürich - Sviss
AS Roma - Ítalía

Nánar má lesa um 2. umferð keppninnar á heimasíðu UEFA.