• þri. 12. sep. 2023
  • Landslið
  • U21 karla

Frábær sigur í fyrsta leik hjá U21 karla

Mynd - Mummi Lú

U21 karla vann dramatískan sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025.

Leikurinn fór fram á Víkingsvelli og var það Andri Lucas Guðjohnsen sem kom Ísland yfir í upphafi síðari hálfleiks. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og náðu bæði lið upp góðu spili sín á milli.

Tékkar jöfnuðu leikinn á 87. mínútu og leit út fyrir að liðin myndu skilja jöfn. Andri Fannar Baldursson var hins vegar á annarri skoðun, en hann skoraði stórglæsilegt mark í uppbótartíma. Hann fékk boltann fyrir utan teig Tékklands og setti hann upp í hornið. 

Íslenska liðið byrjar því undankeppnina frábærlega, en Tékkar voru jafnframt að leika sinn fyrsta leik í riðlinum.

Ísland mætir næst Litháen, ytra, þriðjudaginn 17. september.