• mið. 04. okt. 2023
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss

Þrír íslenskir dómarar taka þátt í svokölluðu „CORE“ námskeiði sem haldið er á vegum UEFA í Sviss.

Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara í Evrópu en CORE stendur fyrir „Centre of Refereeing Excellence“. Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er í febrúar og seinni hlutinn er í október. Hvor hluti stendur yfir í 6 daga.

Fjölmargir íslenskir dómarar hafa tekið þátt í þessu verkefni í gegnum tíðina, sem er ómetanlegt í þróun dómara á efsta stigi. Þeir Guðgeir Einarsson dómari og aðstoðardómararnir Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson eru fulltrúar Íslands í ár.