Hamar í Hveragerði hlýtur viðurkenninguna Grasrótarfélag ársins fyrir þrautseigju í starfi yngri flokka við erfiðar aðstæður.
Viðurkenninguna Grasrótarverkefni ársins 2022 hlýtur Þróttur R. fyrir grasrótarfótbolta eldri flokks.
Grasrótarpersóna ársins 2022 er Jón Theodór Jónsson fyrir störf sín hjá Skallagrími í Borgarnesi.
Jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2022 hljóta Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna.
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2022 hlýtur Bjarni Helgason fyrir þættina “Dætur Íslands” á mbl.is.
FH og Fylkir hljóta Dómaraverðlaun KSÍ 2022 sem er nú í fyrsta sinn skipt upp í tvo flokka: Fyrirmyndarfélag og Hvatningarverðlaun.