• fös. 20. apr. 2001
  • Fréttir

Landsdómararáðstefna 2001

Helgina 27.-29. apríl næstkomandi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ, og líkt og undanfarin ár er Borgarnes vettvangur hennar. Landsdómararáðstefnan er afar mikilvægur þáttur í undirbúningi dómara fyrir tímabilið. Þar eru lagðar línur fyrir komandi keppnistímabil, farið yfir breytingar á knattspyrnulögunum og fyrirmæli dómaranefndar. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Klemenz Sæmundsson, næringarfræðingur, og Cees Bakker frá Hollandi, leiðbeinandi í dómarafræðum hjá UEFA og FIFA. Að auki gera menn ýmislegt til gamans utan hefðbundinnar dagskrár, m.a. fer fram knattspyrnumót innanhúss og er óhætt að segja að orðatiltækið "ekki þýðir að deila við dómarann" fái þar algerlega nýja merkingu!

Dagskrá landsdómararáðstefnu