• fös. 16. maí 2003
  • Fréttir

"Orkan í Þrótti"

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri vakna stuðningsmannafélög knattspyrnufélaganna til lífsins. Eitt af öflugustu stuðningsmannafélögum landsins eru stuðningsmenn Þróttar í Reykjavík, hinir svokölluðu Köttarar. Þróttur hefur nú gefið út geisladiskinn Orkan í Þrótti, sem inniheldur 12 lög, þar af 7 ný, auk lýsingar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Meðal þeirra sem koma að gerð þessa geisladisks eru landsfrægir tónlistarmenn og Þróttarar, m.a. Jón Ólafsson, Eyjólfur Kristjánsson, Eiríkur Hauksson og Friðrik Sturluson. Platan er til sölu í félagshúsi Þróttar og kostar 1.500 krónur.