• fim. 22. jan. 2004
  • Fréttir

Knattspyrnusagan í Litlu Kaffistofunni

Í Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg hefur verið opnuð sýningin Stiklur úr knattspyrnusögu Íslands. Að sýningunni standa þeir Stefán Þormar, Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson. Á sýningunni eru myndir af mörgum eftirminnilegustu atvikum úr knattspyrnusögu landsins, s.s. myndir af knattspyrnuiðkun við upphaf 20. aldar, fyrstu landsliðunum og þekktu knattspyrnufólki, auk mynda úr frægum leikjum og af frægum atvikum.

Sýningin verður opin fram á haust, en þá stefna þremenningarnir að því að opna aðra sýningu, með myndum frá komandi keppnistímabili.