• þri. 23. nóv. 2004
  • Fræðsla

Norðurlandaráðstefna um knattspyrnuþjálfun

Norðurlandaráðstefna um knattspyrnuþjálfun fer fram á Hótel Loftleiðum 23. - 25. nóvember. Þátttakendur á ráðstefnunni eru fræðslustjórar allra knattspyrnusambanda á Norðurlöndum, nokkrir landsliðsþjálfarar af Norðurlöndunum og svo allir landsliðsþjálfarar Íslands. Meginefni ráðstefnunnar er þjálfun ungra leikmanna. Um er að ræða árlega ráðstefnu sem haldin hefur verið frá 1992 og var röðin komin að Íslandi.