• lau. 26. mar. 2005
  • Landslið

Króatar einfaldlega of sterkir

Króatíska landsliðið lagði það íslenska í undankeppni HM 2006 í dag með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var á þjóðarleikvanginum í Zagreb að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum og var gríðarleg stemmning á vellinum.

Íslenska liðið átti í vök að verjast gegn gríðarlega sterku liði Króata, sem sóttu mjög að íslenska markinu og uppskáru fjögur mörk. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik í Padova næstkomandi miðvikudag.