• mán. 04. apr. 2005
  • Agamál

Ólöglegir leikmenn í Deildarbikarnum

Í samræmi við lið 10.2 í hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þrír leikmenn léku ólöglegir með félögum sínum í Deildarbikarnum í leikjum sem fram fóru 17. og 18. mars. Allir höfðu leikmennirnir fengið þrjár áminningar í keppninni og hefðu því átt að taka sjálfkrafa út leikbann í viðkomandi leikjum.

Sveinn Þór Steingrímsson lék ólöglegur með Grindavík gegn Víkingi, Jón Hafsteinn Jóhannsson með Völsungi gegn FH og Gestur Arnar Gylfason með Keflavík gegn Þrótti. Í öllum tilfellum voru úrslit því skráð 3-0, brotlegu liðunum í óhag, auk þess sem viðkomandi félögum verður gert að greiða sekt.