• fös. 22. des. 2006
  • Landslið

Kristinn R. Jónsson þjálfar U19 karla

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

KSÍ hefur gert tveggja ára samning við Kristin R. Jónsson um þjálfun U19 karlalandslið Íslands.  Þá voru samningar endurnýjaðir við Luka Kostic, Frey Sverrisson og Ólaf Þór Guðbjörnsson.

Kristinn er kunnur þjálfari og hefur m.a. þjálfað meistaraflokka hjá ÍBV og Fram sem og að hafa verið yfirþjálfari hjá Fjölni.  Kristinn mun byrja á því vera Guðna Kjartanssyni til aðstoðar þegar að U19 leikur í milliriðlum fyrir EM í lok maí og byrjun júní.

Þá hefur KSÍ endurnýjað samninga við þrjá aðra þjálfara.  Luka Kostic mun halda áfram með U17 karla næstu tvö árin.  Einnig mun hann halda áfram með þjálfunar- og útbreiðsluverkefni á vegum KSÍ.  Luka er einnig þjálfari U21 karla og gildir samningur hans þar út árið 2008.

Freyr Sverrisson mun halda áfram næstu tvö árin sem þjálfari U16 karla sem og hann verður aðstoðarþjálfari hjá U17 og U19 karla.  Einnig heldur Freyr áfram sem skólastjóri knattspyrnuskóla KSÍ.

Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur gert eins árs samning um áframhaldandi starf sem þjálfari U19 kvenna.  Stórt verkefni er hjá liðinu í sumar þegar að úrslitakeppni EM verður haldin hér á landi í júlí.