• mið. 13. feb. 2008
  • Lög og reglugerðir

Samningsskylda í Landsbankadeild karla

Landsbankadeildin
lbd_2004_hvitt_barabolti

Frá og með 1. janúar 2009 verður öllum félögum sem leika í Landsbankadeild karla gert skylt að gera samninga við leikmenn sem taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með viðkomandi félagi. 

Leikmenn 2. flokks eða yngri eru þó undanskildir ákvæði þessu, þ.e. ekki er skylda að samningsbinda þá þó þeir leiki knattspyrnuleiki með félögum sem eiga sæti í Landsbankadeild karla.

Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi en uppfyllir ekki skilyrði þetta verður félaginu gefinn vikufrestur til að gera nauðsynlegar úrbætur, skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.