• fim. 27. mar. 2008
  • Landslið

U17 kvenna leikur við Dani í dag

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku
EM_U17kvenna_milliridill_2008_byrjunarlid_Russland

Stelpurnar í U17 kvennalandsliðinu leika sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 þegar þær mæta Dönum í dag.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og fer fram á Spjald Stadion í Danmörku.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en stelpurnar töpuðu naumlega fyrir Rússum í fyrsta leiknum, 3-4.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en fresta þurfti leiknum vegna þess að mikill snjór var á vellinum og tókst ekki að ryðja hann líkt og gert var fyrir leikinn gegn Rússum.

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Vinstri bakvörður: María Rannveig Guðmundsdóttir

Hægri bakvörður: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Miðverðir: Arna Ómarsdóttir og Silvía Sigurðardóttir

Vinstri kantur: Stefanía Valdimarsdóttir

Hægri kantur: Katrín Ásbjörnsdóttir

Tengiliðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Heiða Dröfn Antonsdóttir

Sóknarmaður: Berglind Björk Þorvaldsdóttir

Danir og Finnar gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferðinni en Finnar og Rússar eigast við í dag kl. 12:00