• fös. 28. mar. 2008
  • Fræðsla

Þjálfarastyrkur ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
isi_merki

Stjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið janúar til júní 2008.  Styrkirnir verða veittir einstaklingum sem sækja eða hafa sótt námskeið eða fræðslu í þjálfun erlendis á fyrrgeindu tímabili. 

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ (http://www.olympic.is/) undir „Um ÍSÍ - styrkir“ og skal umsóknin berast skrifstofu ÍSÍ merkt „Þjálfarastyrkir vor 2008“.  Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl næstkomandi.

Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.