• mán. 02. feb. 2009
  • Leyfiskerfi

Fyrri yfirferð leyfisgagna lokið

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Leyfisstjórn hefur nú lokið fyrri yfirferð leyfisgagna frá þeim félögum sem leika í Landsbankadeild og 1. deild, auk eins félags í 2. deild, Njarðvíkur, sem óskaði eftir því að fá að taka þátt í leyfisferlinu.  Ýmsar athugasemdir hafa verið gerðar við gögnin eins og venja er og hefur félögunum verið gefinn frestur til 20. febrúar til að ganga frá lausum endum.  Sama dag er einmitt skiladagur fjárhagslegra gagna og þá þurfa aðalfundir félaganna að hafa farið fram.

Farið verður yfir gögnin öðru sinni þegar félögin hafa skilað endurbættum leyfisgögnum, og að þessu sinni munu sérfræðingar í hverjum forsenduflokki fyrir sig skoða gögnin til að ganga úr skugga um ágæti þeirra, og gera nauðsynlegar athugasemdir ef þörf er á.

Leyfisráð tekur svo umsóknir um þátttökuleyfi fyrir í byrjun mars.