• fös. 13. feb. 2009
  • Leyfiskerfi

Valsarar fyrstir til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum

Valur
Valur2008

Valur er fyrsta félagið til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009.  Valsmenn hafa verið skrefi framar öðrum félögum í skilum gagna í leyfisferlinu sem nú stendur yfir, en þeir voru einnig fyrstir til að skila öðrum gögnum en fjárhagslegum.  Skiladagur er föstudagurinn 20. febrúar, þannig að Valsmenn eru viku á undan áætlun.

Meðal þeirra gagna sem skilað er nú eru endurskoðaður ársreikningur, auk ýmissa staðfestinga á fjárhagslegum skuldbindingum, s.s. um að engin vanskil séu við leikmenn, þjálfara og önnur knattspyrnufélög vegna félagaskipta.

Rétt er að minna á samþykkt stjórnar KSÍ frá 15. janúar, um að þau félög sem skila gögnum innan tímamarka fái framlag að upphæð kr. 500.000, í tveimur hlutum.  Öll félögin 24 skiluðu öðrum gögnum en fjárhagslegum innan tímamarka 15. janúar, þannig að þau hafa öll tryggt sér kr. 250.000.  Skili þau einnig fjárhagslegum gögnum innan tímamarka 20. febrúar, hljóta þau aftur kr. 250.000.