• þri. 21. júl. 2009
  • Landslið
  • Dómaramál

Kvendómaratríó að störfum í Þorlákshöfn

Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir
Kvendomaratrio 18 juli 2009

Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.

Það var Guðrún Fema Ólafsdóttir sem dæmdi leikinn en hún dæmdi einmitt á Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fór í Svíþjóð á dögunum og var þar með fyrsti íslenski kvendómarinn til að dæma opinberan leik á erlendri grundu.  Henni til aðstoðar voru þær Marína Ósk Þórólfsdóttir og Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir.  Marína hefur starfað mikið sem aðstoðardómari í Pepsi-deild kvenna og Birna er ungur og upprennandi dómari sem kemur frá Blönduósi. 

Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi . Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir opinberan leik. Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir