• mán. 18. mar. 2013
  • Landslið
  • Dómaramál

Grískir dómarar á leik Slóveníu og Íslands

Stavros Tritsonis
tritsonis_stavros

Það verður grískur dómarakvartett á leik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM 2014, sem fram fer í Ljubljana næstkomandi föstudag.  Eftirlitsmaður leiksins er írskur og dómaraeftirlitsmaðurinn kemur frá Færeyjum.

Dómari leiksins, Stavros Tritsonis, varð FIFA-dómari árið 2010.  Hann kemur frá Aþenu og er hagfræðingur að mennt.

Starfsmenn leiksins

Dómari:  Stavros Tritsonis (Grikkland)

Aðstoðardómari 1:  Dimitrios Saraidaris (Grikkland)

Aðstoðardómari 2:  Leonidas Vasileiadis (Grikkland)

Fjórði dómari:  Michael Koukoulakis (Grikkland)

Dómaraeftirlitsmaður:  Lassin Isaksen (Færeyjar)

Eftirlitsmaður leiksins:  Pat Quigley (Írland)

Í beinni á RÚV

Viðureign Íslands og Slóveníu fer fram föstudaginn 22. mars og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma, og er í beinni útsendingu á RÚV.