• mið. 22. júl. 2009
  • Landslið

Vináttulandsleikur við Suður Afríku 13. október

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Knattspyrnusambönd Íslands og Suður Afríku hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október.  Karlalandsliðið leikur því þrjá vináttulandsleiki á Laugardalsvelli frá 12. ágúst til 13. október auk þess sem það leikur lokaleik sinn í undankeppni HM 2010 við Norðmenn, laugardaginn 5. september.

Slóvakar verða mótherjarnir miðvikudaginn 12. ágúst og miðvikudaginn 9. september koma Georgíumenn hér til lands.

Ísland og Suður Afríka hafa tvisvar áður mæst hjá A landsliðum karla.  Árið 1998 gerðu þjóðirnar jafntefli 1-1 en þá var leikið í Þýskalandi.  Árið 2005 léku svo þjóðirnar hér á Laugardalsvelli og sigruðu þá Íslendingar, 4-1.

Suður Afríkumenn undirbúa sig nú af miklum móð undir úrslitakeppni HM 2010 en þar verða þeir, sem kunnugt er, í hlutverki gestgjafa.