• fim. 30. júl. 2009
  • Dómaramál

Þorvaldur og Sindri að störfum í Noregi

Dómarasáttmáli UEFA
LOGO_-_Referee_Convention_-_Portrait-black

Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.

Þorvaldur dæmdi leik Noregs og Færeyja á þriðjudag og Sindri var honum til aðstoðar.  Sami háttur var svo í gær á leik Færeyinga og Englands.  Þarna öðlast þessir dómarar góða reynslu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni.