• mán. 17. maí 2010
  • Fræðsla

Fjör og frábærir taktar á Íslandsleikum Special Olympics

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli
Special-Olympics-2010-9

Íslandsleikar Special Olympics fóru fram sunnudaginn 16. maí.  Íslandsleikar Special Olympics eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands og eru haldnir tvisvar á ári. Þátttakendur eru frá aðildarfélögum Íþróttasambands Fatlaðra en ÍF er umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi.

Íslandsleikarnir voru haldnir á KR svæðínu en KR var umsjónaraðili leikanna 2010 í samstarfi við ÍF og KSÍ.

Leitað var til heimamanna og óskað eftir að fá lið frá KR til að keppa við sterkasta liða Aspar en það lið var stigi ofar en önnur lið.  Vel var tekið í þá beiðni og 16 drengir í 4 flokki KR mættu á leikana til að keppa við lið Aspar.  Þetta var skemmtileg nýbreytni sem verður án efa endurtekin ef talin er þörf á því.   Fjögur önnur lið sem skráð voru til leiks kepptu í einum riðli þar sem allir kepptu við alla. 

Sérstakur Stjörnuflokkur var settur á fyrir börn með sérþarfir sem  hófu nýlega að stunda knattspyrnuæfingar með íþróttafélaginu Stjörnunni.  Í forsvari hópsins er Ýr Sigurðardóttir, barnalæknir og þessi hópur setti skemmtilegan svip á Íslandsleikana.   Börnin ásamt aðstoðarþjálfurum kepptu í fjórum liðum sem öll voru í bolum  merktum Íslandsleikum Special Olympics.

ÍF og KSÍ hófu samstarf við KR árið 2008 í þeim tilgangi að stuðla að aukinni þátttöku fatlaðra í knattspyrnu með því að fá almenn knattspyrnufélög til liðs við verkefnið.  

KR hefur sýnt mikinn áhuga á verkefninu og var umsjónaraðili leikanna vorið 2009 og nú 2010.   Þormóður Egilsson fyrrverandi fyrirliði mfl.KR sá um upphitun og  Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR  setti mótið.  Meistaraflokkur kvenna dæmdi alla leikina á mótinu.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhenti verðlaun ásamt  Gylfa Sigurðssyni leikmanni Reading.  Í lok móts bauð KR  upp á grillaðar pylsur og meðlæti ásamt því að öllum þátttakendum og foreldrum var boðið á leik KR - Selfoss um kvöldið.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum frábæra degi en fleiri myndir er að finna á síðunni: www.123.is/if

 

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli

Frá Íslandsleikum Special Olympics í knattspyrnu 2010 sem haldnir voru á KR velli