• mán. 19. júl. 2010
  • Knattþrautir KSÍ
  • Fræðsla

Knattþrautir KSÍ - Einar Lars heimsækir Reykjavíkurfélög í vikunni

Knattþrautir KSÍ
2010-Holmavik

Knattþrautirnar rúlla á fullri ferð við frábærar viðtökur en Einar Lars heimsækir nokkur Reykjavíkurfélög í vikunni.  Einar heimsótti Vestfirði og Vesturland í síðustu viku.  Þar var hann í frábæru veðri og fékk jafnvel enn betri móttökur.

Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir vikuna en síðustu vikuna í júlí verða knattþrautirnar ekki á ferðinni en taka upp þráðinn að nýju eftir Verslunarmannahelgina.  Þá verður Norðurland heimsótt og krakkarnir í 5. flokki fá að spreyta sig.

Hér neðst í fréttinni má sjá sjá myndir frá heimsóknum Einars en þar má sjá iðkendur á Ísafirði, Hólmavík, Búðardal, Bolungarvík og Patreksfirði.

Dagskráin fyrir vikuna er svohljóðandi:

Mánudaginn 19.júlí

ÍR                              

Mæting kl.17:30 Strákar kl.18:00

Þriðjudaginn 20.júlí

Leiknir Reykjavík                  

Mæting kl.13:30  Strákar kl.14:00

Miðvikudaginn 21.júlí

Haukar                      

Mæting kl.12:00  Strákar kl.12:30

Hamar Hveragerði  

Mæting 16:30  Strákar og Stelpur kl.17:00

Fimmtudaginn 22.júlí

Stjarnan          

Mæting kl.08:30  Stelpur kl.09:00

KR               

Mæting kl. 14:30  Stelpur kl. 15:00

Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ