• þri. 21. sep. 2010
  • Fræðsla
  • Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Hringnum lokað

Frá knattþrautum KSÍ
2010-knattthrautir-FH-stelpur

Það má segja að Einar Lars Jónsson hafi lokað hringnum í síðustu viku en þá voru tvö síðustu aðildarfélögin heimsótt með knattþrautir KSÍ.  Þetta voru stelpur úr FH og Haukum sem spreyttu sig á knattþrautunum.

Það voru iðkendur í 5. flokki sem fengu að spreyta sig á knattþrautunum í sumar og hafa viðtökurnar verið frábærar, bæði hjá félögunum og ekki síst iðkendunum sjálfum.  Þessir sömu iðkendur eru hvattir til þess að halda áfram að æfa sig með boltann og þá eiga framfarirnar eftir að skila sér.

Hér að neðan má sjá myndir af síðustu heimsóknunum til FH og Hauka.

Frá knattþrautum KSÍ

Frá knattþrautum KSÍ