• mið. 28. júl. 2010
  • Dómaramál

Norskur dómari dæmir leik HK og Gróttu í kvöld

Norski dómarinn Harvard
Håvard-Hakestad

Fjölmargir leikir eru á dagskránni í kvöld og þ.á.m. er heil umferð í 1. deild karla.  Á leik HK og Gróttu á Kópavogsvelli verður norskur dómari við stjórnvölinn en hann heitir Håvard Hakestad.  Er þetta hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Norðurlandanna um dómaraskipti.

Håvard er 37 ára gamall, dæmir fyrir íþróttafélagið Trott  í Noregi og hefur dæmt í 1. deildinni síðan 2006.